Viggó Þórir Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), var í Hæstarétti í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. Þetta er þyngri dómur en féll í Héraðsdómi Reykjavíkur en þar hlaut Viggó tveggja ára fangelsisdóm.

Í Morgunblaðinu í dag segir um dóminn að Viggó hafi verið ákærður aðalllega fyrir umboðssvik en til vara tilraun til fjársvika í starfi sínu sem framkvæmdastjóri VSP. Brotið fólst i því að Viggó útbjó skjal með nafni innlánsskírteinis sem staðhæft var að viðskiptavinur VSP hefði á reikningi sínum 200 milljónir dala, um 23 milljarða íslenskra króna og mætti VSP greiða honum fjárhæðina á Gamlársdag árið 2009.

Viggó hafði áður verið sýknaður í héraði af ákæru um umboðssvik og kom sú niðurstaða ekki til endurskoðunar fyrir Hæstarétti.

Í blaðinu segir að Viggó sætti farbanni og aflétti Hæstiréttur því ekki fyrr en 23 mánuðum síðar. Þetta var lengsta farbann sem nokkur maður hefur sætt hér á landi.