Fyrirtækið Orkusalan hefur tekið þá ákvörðun að veita öllum sveitarfélögum á landinu hleðslustöð fyrir rafbíla og vill með þessu framtaki gera rafbílaeigendum auðveldara að ferðast um landið. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Orkusölunni.

Hingað til hefur verið illmögulegt að ferðast um landið vegna fárra hleðslustöðva. En eftir að stöðvarnar verða settar upp þá geta eigendur rafbíla keyrt hringinn í kringum landið, með fullan rafgeymi.

Haft er eftir Hafliða Ingasyni, sölustjóra Orkusölunnar, að fyrirtækið sé með þessu að ýta mikilvægum bota af stað, sýna samfélagslegri ábyrgð og skila sínu í innviði landsins. Þetta verða í kringum 80 stöðvar um land allt sem að Orkusalan gefur og verkefnið er komið í fullan gang að sögn Hafliða.

Fyrsta hleðslustöðin verður sett upp í Vestmannaeyjum á komandi vikum.