Öll Evrópa liggur nú fyrir fótum Nasdaq OMX-kauphallarsamstæðunnar. Samstæðan er komin með leyfi til að stunda viðskipti um alla Evrópu undir heitinu Nasdaq OMX Europe og verður starfrækt í London.

Starfsemin hefst á næstu vikum. MiFID-löggjöfin (tilskipun Evrópusambandsins um heildarlög um verðbréfaviðskipti sem tók gildi haustið 2007) gerði það að verkum að ýmsir hliðarmarkaðir hafa verið settir á fót en þeir geta átt viðskipti með hlutabréf án þess að bréfin séu skráð á viðkomandi markaði.

T.d. færu hlutabréfaviðskipti með stórt fyrirtæki í London ekki í gegnum Kauphöllina í London heldur kerfi hliðarmarkaðarins.

Þessir nýju hliðarmarkaðir bjóða sem stendur einungis upp á viðskipti með stærstu fyrirtækin. Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX á Íslandi, segir að þetta hafi breytt landslagi kauphallarviðskipta.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .