*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 10. nóvember 2011 10:43

Hlíðarsmári 3 sett í söluferli

Miðengi hefur auglýst Hlíðarsmára 3 ehf. í Kópavogi til sölu.

Ritstjórn
Hlíðarsmári 3 er í eigu Miðengis, eignarhaldsfélags Íslandsbanka
Axel Jón Fjeldsted

Miðengi, eignarhaldsfélag Íslandsbanka, hefur sett Hlíðarsmára 3 ehf. í opið söluferli. Hlíðarsmári 3 er fimm hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Húsnæðið er í útleigu.

Í tilkynningu segir að söluferlið sé opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar. Móttaka trúnaðaryfirlýsinga og afhending gagna hefst mánudaginn 14. nóvember nk. Frestur til að skila inn tilboði rennur út föstudaginn 25. nóvember.

Stikkorð: Hlíðarsmári 3