Reglugerð um skotvopn, skotfæri og fleira hefur verið breytt þannig að nú eru svonefndir hljóðdemparar á stærri veiðiriffla orðnir leyfilegir.

Lögregla lagðist ekki gegn breytingunni

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerðinni, en eftir umsóknarferli lagðist enginn umsagnaraðila, hvorki lögregla né aðrir, gegn breytingunni sem leyfir hljóðdempara sem minnkar hávaðann niður fyrir sársaukamörk.

Dregur það úr hættu á heyrnarskemmdum. Er hér því um öryggistæki að ræða að því að segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Þar kemur þó fram að engu að síður þurfi veiðimenn að nota heyrnarhlífar.

Mega vera geymdir með skotvopninu

Frá almenningi barst sú athugasemd sem tekið var tillit til sem afnám þá upphaflegu reglu að hljóðdeyfarnir þyrftu að vera geymdir í læstri geymslu sem væri aðskilin frá skotvopninu.

„Stærri rifflar verða ekki hljóðlausir þó að hljóðdempari sé notaður og ekki fer á milli mála að verið sé að skjóta úr riffli. Skot úr stórum veiðiriffli getur verið um 150-160 decibel án hljóðdeyfis en farið niður í 130 dB með hljóðdeyfi,“ segir í fréttatilkynningunni.

„Þannig fer hávaðinn niður fyrir sársaukamörk sem eru um 140 dB og dregur þannig úr hættu á heyrnarskemmdum en skotveiðimaður þarf engu að síður að nota heyrnarhlífar til að verja sig.“