Hagstofan birti í um daginn tölur um sölu hljóðrita hér á landi. Þær endurspegla mjög breytt neyslumynstur dægurmenningar. Sem sjá má er salan á svæðisritinu að ofan greind eftir innlendri og erlendri útgáfu. Tölurnar taka hins vegar ekki til netdreifingar erlendra aðila, sem skýrir samdráttinn að miklu leyti, því fátt bendir til annars en að neysla á hljóðritum hafi fremur aukist en hitt með auknum tækjabúnaði til þess, alls staðar og alltaf.

Því má segja að íslenska salan hafi haldist býsna vel þrátt fyrir allt og allt, en vert er að minna á að íslensk tónlist hefur verið fáanleg á Spotify frá 2013. Erlend tónlist er hins vegar nær öll komin í skýið og þangað mun sú íslenska rata líka fyrr en síðar.

Greinin birtist upphaflega í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .