Separately, félag í eigu Sony hefur keypt tónlistarútgáfu EMI fyrir 2,2 milljarða Bandaríkjadala af Citigroup sem yfirtók EMI í febrúar vegna mikilla skulda. Þetta kom fram á vef Telegraph.

Universal var í viðræðum fyrir um mánuði um kaup á EMI en féll frá tilboði vegna þess að ekki náðist að semja um eftirlaunaskuldbindingar fyrirtækisins. Warner Music kom þá að samningaborðinu en féll frá kaupum vegna eftirlaunaskuldbindinganna. Universal kom því aftur að samningaborðinu.

Söluhæstu listamenn EMI voru fljótir að lýsa yfir hrinfningu sinni á sölunni og var haft eftir Dave Holmes, að stjórnendur EMI væri þeir hæfustu í "bransanum" í dag. Mick Jagger sagði einnig að EMI væri aftur komið í hendurnar á fólki sem hefði tónlistina í blóðinu.

Hér má lesa grein Telegraph.