Okkur fannst það hreinlegast ef við ættum allir 25% í fyrirtækinu. Íslenska útgáfusagan kennir manni það, sérstaklega með útgáfurnar, að stutt er í að það fari eitthvað skrýtið í gang," segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison. Hann og þeir Ómar Guðjónsson, Jónas Sigurðsson og Jón Þór Þorleifsson sitja í stjórn einkahlutafélagsins Hljómsveitin Drangar sem er stofnað utan um rekstur samnefndrar hljómsveitar.

Þeir þrír fyrstnefndu hafa spilað undanfarna mánuði saman undir þessu nafi en plata kom út í vikunni með sveitinni. Jón Þór kemur svo að sveitinni sem umboðsmaður hennar og er framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins. Nafn Jón Þórs hefur einna helst verið nefnt í samhengi við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður en hann hefur komið að skipulagningu hennar í mörg ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .