*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 6. maí 2021 09:02

Hlýtur alþjóðleg líftækniverðlaun

Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna Alþjóðlegu líftækniverðlaun tímaritsins Global Health and Pharma.

Ritstjórn
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs
Aðsend mynd

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hefur hlotið Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021 (e. Biotechnology Awards) sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni. Verðlaunin eru veitt af tímaritinu Global Health and Pharma sem er eitt víðlesnasta og virtasta fagtímarit á sviði heilsuvísinda, að því segir í fréttatilkynningu.

Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum, en Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna þau. Þetta er í sjötta sinn sem Alþjóðlegu líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf, stærsta örþörungafyrirtæki á Íslandi, framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ.

„Starfsemin hefur gengið mjög að undanförnu og það er afskaplega ánægjulegt að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna,“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir starfsfólk Algalífs.“

Sjá einnig: Orkuverð og loftslag veita forskot

Í lok síðasta árs var tilkynnt um fyrirhugaða stækkun fyrirtækisins í kjölfar fjögurra milljarða króna fjárfestingu frá erlendum fjárfestum. Algalíf tilkynnti þá um að 35 ný framtíðarstörf munu skapast hjá fyrirtækinu en starfsmenn Algalífs voru 35 talsins fyrir stækkunina.