Skyndibitakeðjan Hlöllabátar hefur fest kaup á húsnæði í Keflavík og mun opna þar í dag.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta en þar segir að Hlöllabatar hafi um nokkur tíma leitað eftir réttu húsnæði í Keflavík en Keflavíkurstaðurinn verður níundi staður Hlöllabáta. Fyrir eru átta staðir í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og á Selfossi.

Fram kemur að staðirnir eru alls staðar með nætursölu og þannig verður það einnig í Keflavík. Fyrst um sinn verður þó eingöngu selt í gegnum lúgu en síðar í haust verður hægt að setjast inn og snæða innandyra, í þeim hluta hússins þar sem áður var íssala hjá Bitanum.

Sjá nánar á vef Víkurfrétta.