Nýlega kom út skýrsla á vegum KPMG sem skoðaði væntingar og stjórnunaraðferð- ir stjórnenda. Í könnuninni voru 1.200 forstjórar fyrirtækja um allan heim m.a. spurðir álits um langtímaástand efnahagskerfis heimsins, stefnu fyrirtækis síns og viðhorf til áhættu fyrirtækisins.

Sérstaka athygli vekur hversu sókndjarfa (e. aggressive) stjórnendur virðast almennt telja stefnu fyrirtækis síns vera. Alls segja 37% vaxtarstefnu fyrirtækisins vera mjög sókndjarfa og 52% vera nokkuð sókndjarfa.

„Breytingar í heiminum í dag eru orðnar svo hraðar, alls konar tækniþróun er að eiga sér stað. Það er ekki valkostur fyrir fyrirtæki að sitja róleg, sjá hvað gerist og fókusa á mjólkurkýrnar í rekstrinum. Þá býður þú bara upp á hættu að fá einhvern nýjan inn á markaðinn með nýjar lausnir og taki yfir það sem þú ert að gera,“ segir Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafasviðs hjá KPMG.

Benedikt segir að þetta geti upp að vissu marki útskýrt af hverju stjórnendur líti á sig sem sókndjarfa, það sé enginn annar valkostur. Benedikt segir að jafnvel þótt íslensk fyrirtæki líti almennt á sig sem sókndjörf og jafnvel áhættusækin, þá velti hann því fyrir sér hvort það sé hlúð nægilega að nýsköpun. „Það þarf að hlúa að nýsköpun og vöruþróun til að verja fyrirtækin gegn þessum hröðu breytingum.“ Þrátt fyrir að stjórnendur telji sig sókndjarfa þá telur stór hluti þeirra fyrirtæki sitt ekki taka nægilega áhættu. 30% stjórnenda telja fyrirtæki sitt ekki taka nægilega áhættu, 65% telja fyrirtækið taka nægilega áhættu og einungis 5% töldu fyrirtækið taka of mikla áhættu. Það verður þó að teljast áhugavert að á sama tíma og stjórnendur telji stefnu fyrirtækisins vera sókndjarfa þá telji stjórnendur fyrirtækið ekki taka nægilega áhættu.

Varðandi viðhorf til áhættutöku á íslandi segir Benedikt: „ég er ekki viss um íslenskir stjórnendur geti svarað þessari spurningu, hvort menn séu með nægilega öfluga áhættustjórnun eða nýti sér þau tól og tæki sem felast í áhættustjórnun til að geta svarað þessari spurningu.“ Benedikt segir að áhættustjórnun sé nýtt hjá stærri fyrirtækjunum, s.s. bönkunum, en minna hjá smærri fyrirtækjum. Hann segir að stjórnendur eyði því miður oft púðri í áhættuþætti sem skipti fyrirtækið mögulega engu máli. „Menn urðu meira meðvitaðir um þetta eftir hrunið, en þó varð vitundarvakningin minni en ég átti von á.“

Ekki viss um að Íslenskir stjórnendur geti svarað

Varðandi viðhorf til áhættutöku á íslandi segir Benedikt: „ég er ekki viss um íslenskir stjórnendur geti svarað þessari spurningu, hvort menn séu með nægilega öfluga áhættustjórnun eða nýti sér þau tól og tæki sem felast í áhættustjórnun til að geta svarað þessari spurningu.“ Benedikt segir að áhættustjórnun sé nýtt hjá stærri fyrirtækjunum, s.s. bönkunum, en minna hjá smærri fyrirtækjum. Hann segir að stjórnendur eyði því miður oft púðri í áhættuþætti sem skipti fyrirtækið mögulega engu máli. „Menn urðu meira meðvitaðir um þetta eftir hrunið, en þó varð vitundarvakningin minni en ég átti von á.“

Nánar er rætt við Benedikt og fleiri atriði um skýrslu KPMG í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .