Sérstaka athygli við skattskil nú vekur mikil hækkun sk. annarra hlunninda eða um 4,7 milljarða, en það nemur alls 226% hækkun á milli ára, að því er fram kemur í greiningu Páls Kolbeins, sérfræðings hjá Ríkisskattstjóra í nýjasta hefti fréttabréfs embættisins. Einnig vekur athygli mikil hækkun „annarra tekna“ en þær hækkuðu um1,5 milljarða á milli ára, eða um 32,9%. Landsmenn töldu fram 6,7 milljarða í önnur hlunnindi að þessu sinni og tæpan 6,1 milljarð í aðrar tekjur. Páll segir þessa miklu hækkanir skýrast m.a. af innlausn kaupréttarsamninga á árinu.

Mesta hækkun í 17 ár

Alls hækkuðu laun, hlunnindi og líf eyrir um 87,8 milljarða, eða 13,5%, saman borið við 12,9% hækkun í fyrra og hafa ekki hækkað svona mikið á milli ára frá 1991. Launa og starfs tengdar greiðslur hækkuðu um 73,9 milljarða, eða 13,8%. Hér er um að ræða meiri hækkun en sést hefur frá árinu 1991 en aðgengileg gögn ná ekki langra aftur. Laun og hlunnindi eru nú 609,3 milljarðar. Nú töldu 176.414 framteljendur fram laun, þremur prósentum fleiri en í fyrra, sem er einnig meiri fjölgun á milli ára en sést hefur frá árinu 1991.

Páll bendir einnig á að þrátt fyrir að meðalútsvar í stað greiðslu væri óbreytt hækkaði álagt útsvar um 16,8% sem gefur vísbendingu um raunverulega hækkun útsvarsstofns. „Önnur eins hækkun útsvarsstofns hefur ekki sést allt frá árinu 1991,“ segir Páll.