Það þykir ekki óvanalegt þegar búið er að ljúka stórum samningum að menn setjist niður á vel völdum bar og fagni áfanganum. Þetta átti sannarlega við þegar Actavis var selt til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson.

Samningaviðræðurnar fóru fram í New York og voru menn mættir á barinn þegar samningateymi Watson áttað sig á því að enn átti eftir að útkljá atriði sem stóð í vegi fyrir því að samningunum væri lokið. Björgólfur Thor Björgólfsson og samstarfsmenn hans, Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson voru því ræstir út að nýju. Köld sturta var það sem menn gripu til áður en samningarnir voru kláraðir 28 tímum síðar.

Þegar búið var að ganga frá þeim breytingum sem þurfti til átti að fara að hreinskrifa samninginn svo hægt væri að skrifa undir. Þarna kom fát á menn því ljóst var að það gæti tekið nokkra daga að ljúka við að hreinskrifa plaggið.

Þeir Andri og Birgir handskrifuðu því breytingarnar inn á sitt hvort eintakið af samningum og svo skrifaði Björgólfur Thor ásamt forstjóra Actavis og fulltrúa upphafsstaði sína við allar þær breytingar sem höfðu verið gerðar áður en samningnum var skilað inn til yfirvalda fyrir opnun markaða.

Nánar er fjallað um söluna á Actavis og fjárhagslegt uppgjör Björgólfs Thors í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .