Kortavelta erlendra ferðamanna nam 232 milljarða á síðasta ári og jókst um 50% milli ára á verðlagi hvors árs. Hluta af aukningunni má rekja til aukinna umsvifa Wow air, flugfélagsins, en kortavelta í farþegaflutningum með flugi jókst um 136%. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans .

Hins vegar er oft reynt að leggja mat á neyslu erlendra ferðamanna yfir tíma með því að horfa fram hjá aukningu í veltu tengdri farþegaflutningum. Þá sést að kortavelta jókst um rúm 40% milli ára og er það í góðu samræmi við fjölgun ferðamanna, en þeim fjölgaði einmitt um rúm 40%.

Fyrir utan flug, eyða erlendir ferðamann að meðaltali um 110 krónum á mann. Neysla á hvern ferðamann jókst einungis um 0,1% milli ára. Á síðustu árum hefur verið lítil breyting á neyslu á hvern ferðamann í krónum talið.

Gisting stærsti útgjaldaliðurinn

Stærstu útgjaldaliður ferðamanna er gistiþjónusta, en þar liggur um 18% af kortaveltunni. Eftir það koma farþegaflutningar með 17%, en um 95% þeirra útgjalda liggja í farþegaflutningum með flugi.

Neyslumynstur ferðamanna hefur tekið breytingum og má það m.a. rekja til stöðugra breytinga á samsetningu þjóðerna ferðamanna. Á síðasta ári voru ferðamenn ýmist að auka neyslu sína eða draga úr henni með ýmsum útgjaldaliðum.