Hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði og gildir þá út októbermánuð. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur fást greiddar í sex mánuði og laun í sóttkví verða greidd út árið. Þetta er niðurstaða ríkisstjórnarfundar sem fór fram fyrr í dag. Frá þessu var fyrst greint á vef Vísi.

Ef ekki hefði komið til framlengingar á hlutabótaleiðinni hefði aðgerðin runnið sitt skeið um mánaðamót.

Sjá einnig: Hlutabótaleiðin framlengd

Ákveðið var að framlengja tekjutengdar atvinnuleysisbætur úr þremur mánuðum til sex mánaða. Bandalag háskólamenntaðra hafa kallað eftir því að bæturnar verði hækkaðar og tekjutengda tímabilið framlengt.