Hlutabréf á Norðurlöndunum fara inn í helgina á jákvæðu nótunum eftir talsverðar sveiflur í vikunni.OMXN40 vísitalan, sem samanstendur af stærstu og veltumestu norrænu hlutafélögunum í OMX kauphallasamstæðunni, lokar með 1% hækkun meðal annars í kjölfar ágæts uppgjör frá Nokia. Sérfræðingar sem Dow Jones fréttaveitan ræddi við segja að góðir straumar frá uppgjöri Nokia hafi smitast yfir til samkeppnisaðilans Ericsson, sem hækkaði um 4,5%.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 1,5% í dag, norska vísitalan hækkaði um 3,7% og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 0,7%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.