Hlutabréf bandaríska álframleiðandans Alcoa hafa hækkað um tæp 3% á Wall Street í dag á sama tíma og helstu vísitölur hafa lækkað lítilega.

Er þetta vegna orðróms þess efnis að Rio Tinto hyggist leggja fram yfirtökutilboð í öll hlutabréf Alcoa og tveir bankar hafi verið tilbúnir að veita Rio Tinto 25 milljarða dala lán til þess.

Samkvæmt Reuters er um að ræða bankana Santander og JPMorgan en heimildarmenn innan bankanna hafa neitað fréttunum.

Bæði álfyrirtækin reka álver á Íslandi.