Verð á hlutabréfum Aplle hækkaði um 5% í viðskiptum eftir lokun markaða að því er kemur fram í frétt Financial Times . Hækkunin kemur í kjölfar þess að tekjur skv. árfjórðungsuppgjöri voru hærri en markaðsaðilar höfðu óttast, en í desember sl. tilkynnti fyrirtækið 5% samdrátt tekna á haustmánuðum.

Tim Cook framkvæmdastjóri félagsins var bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að spár gefa til kynna að sala á iPhone mundi dragast saman á næstunni. "Þjóðhagslegir þættir breytast hratt. Við sjáum mikinn akk í því að halda áfram að einbeita okkur að þáttum sem við getum stjórnað. Við munum ekki breyta stefnu okkar," hefur blaðið eftir Cook.

Þrátt fyrir bjartsýni Cook sjá markaðsaðilar ýmsar blikur á lofti. Á næsta fjórðungi reiknar félagið með að væntar tekjur vera á bilinu 55 til 59 milljarða dollara sem er 3-10% samdráttur miðað við sama fjórðung fyrir ári. Veikara þjóðhagslegt umhverfi eru að sögn félagsins ástæðan fyrir væntum samdrætti, sér í lagi í Kína og öðrum nýmarkaðslöndum. Þessi samdráttur er nú þegar kominn fram í bókum Apple en tekjur félagsins í Kína drógust saman um 27% á síðasta ársfjórðungi sem endaði í desember sl..