Apple skoðar smíði á ódýrari útgáfu af Iphone símanum. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum og fjallar um á fréttavef sínum.

Markaðshlutdeild Apple á snjallsímamarkaðnum hefur minnkað verulega. Hæst var hún 24% á fjórða ársfjórðungi 2011 en var aðeins 14,6% á þriðja ársfjórðungu 2012. Sala á símum nemum tæpum 50% af veltu tæknifyrirtækisins.

Suður kóreski Samsung náði hins vegar 31,3% markaðshlutdeild ár þriðja ársfjórðungi 2012 en var aðeins með 8,8% hlutdeild á þriðja ársfjórðungi 2010. Í gær tilkynnti félagið um næstum tvöföldun á hagnaði á fjórða ársfjórðungi 2012.

Samkvæmt frétt blaðsins er líklegt að nýr sími verði ekki ósvipaður 5 kynslóð Iphone, en notast verði við ódýrari íhluti. Iphone 5 kostar 649 dali í Bandaríkjunum, um 85 þúsund krónur.

Á Íslandi kostar síminn 149 þúsund. Rétt er að taka fram að þá hefur lagst á tollur og virðisaukaskattur, sem 25,5% á Íslandi en 4-7% í ríkjum Bandaríkjanna.

Hlutabréf félagsins hafa lækkað mikið í verði frá því þegar gengi þeirra var hæst 19 september. Nemur lækkunin 25,3%.

Þeir sem hafa átt hlutbréf í Apple síðustu ár geta hins vegar ekki kvartað. Ávöxtunin síðustu fimm árin hefur numið 204%, 53% síðustu tvö árin og 25% síðustu 12 mánuði.