Hlutabréf í tæknirisanum Apple hafa lækkað um 2% í dag en þau lækkuðu um 2,5% í gær.

Hlutabréfin lækkuðu um 4,6% árið 2015 en það er í fyrsta sinn í sex ár sem þau lækka milli ára.

Sérfræðingar á Wall Street telja að sala á iPhone muni dragast saman um 5% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Það er í fyrsta sinn sem salan myndi dragast saman frá því að síminn var kynntur árið 2008.

Ef miðað er við kennitölur sambærilegra tæknifyrirtækja, að teknu tillliti til 150 milljarða dala sjóðsstöðu, eru hlutabréf Apple orðin ódýr.