Þrátt fyrir afar gott uppgjör Apple fyrir 3. ársfjórðung lækkuðu hlutabréf tæknirisans um 5,59% í dag.

Ástæðan er sú að félagið hagnaðist um 7,05 dali á hlut en sérfræðingar höfðu búist við hagnaði upp á 7,31 dali á hlut.

Apple hagnaðist um 6,62 milljarða dala, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna á 3 ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 4,31 milljarði króna og jókst því um 53,6% milli ára.

Hér má lesa frétt Viðskiptablaðsins um uppgjörið.

Apple.
Apple.