Hlutabréf Apple hækkuðu um 6% í framvirkum viðskiptum í gærkvöldi eftir birtingu uppgjörs félagins, sem Viðskiptablaðið greindi frá í gærkvöldi .

Síðar um kvöldið hélt Tim Cook fjárfestakynningu og í kjölfar hennar lækkuðu hlutabréfin aftur. Ekki er ljóst hvað nákvæmlega olli lækkuninni. Líklega snýst það um að félagið hafi þurft að gefa enn eftir í álagningu, sem skýrir 20% minni hagnað skv. uppgjörinu sem birt var í gær, þrátt fyrir mun meiri sölu.

Á þessari stundu hafa hlutabréfin lækkað um 1% í framvirkum viðskiptum.