Gengi hlutabréfa á Asíumarkaði hækkuð þónokkuð í dag eftir að kínverski seðlabankinn ákvað að lækka stýrivexti um 25 punkta niður í 5,1%. BBC News greinir frá þessu.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu sex mánuðum sem bankinn lækkar stýrivexti. Í kínverskum markaði hækkaði Shanghai Composite-vísitalan um 3% og stendur hún nú í 4.333 stigum. Þá hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 0,51% og Nikkei vísitalan í Japan um 1,3%.