Bandarísk flugfélög hækkuðu verulega í verði í gær í kjölfar þess að Wall Street Journal greindi frá því að farmiðaverð myndi líklega halda áfram að hækka. Það myndi gerast í kjölfar þess að flugfélögin væru að sameinast sem myndi draga úr samkeppni í framtíðinni.

Delta Air Lines Inc. fékk þannig sína mestu hækkun síðan 10. janúar síðastliðnum en bréf félagsins hækkuðu um 15% og enduðu í 8,24 Bandaríkjadölum. Bréf Northwest Airlines Corp. hækkuðu um 23%, bréf UAL Corp. hækkuðu um 0,8% og bréf  AMR Corp., móðurfélags American Airlines hækkuðu um 10% og enduðu í 8,53 dölum.