Hlutabréf Banka fólksins í Mílanó á Ítalíu, Banca Popolare Di Milano, hafa lækkað um rúm 13% í dag þegar skammt er til lokunar kauphallarinnar. Flestir bankar landsins hækkuðu framan af degi en lækkuðu aftur og er verðbreyting flestra þeirra lítil innan dagsins.

Ekki eru neinar skýringar sjáanlegar á þessari miklu lækkun Banca Popolare Di Milano.

Wall Street Journal segir hins vegar frá því í vefútgáfu sinni að UniCredit, einn stærsti banki Ítalíu, hafi óskað eftir því við Evrópska seðlabankann að bankinn fái að leggja fram fleiri eignaflokka sem veð í stað fyrirgreiðslu frá seðlabankanum. Talsmaður UniCredit hefur staðfest að þessa hafi verið óskað.

Er óskin til marks um erfiðleika bankans að fjármagna sig og í takt við hækkandi álag á ítölsk ríkisskuldabréf og bankaskuldabréf.

Banca Popolare Di Milano
Banca Popolare Di Milano