Gengi hlutabréfa hins færeyska BankNordik hækkaði um 1,35% í Kauphöllinni í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa Marel, sem fór upp um 1,12%, og Icelandair Group, sem hækkaði um 0,6%.

Gengi hlutabréfa BankNordik hafa gefið talsvert eftir síðastliðna tólf mánuði. Fyrir ári síðan stóð gengi hlutabréfanna í 138,5 dönskum krónum á hlut. Það endaði í 75 dönskum krónum á hlut í Kauphöllinni í dag. Lækkunin á tímabilinu nemur rúmum 45,8%

Engin lækkun var á hlutabréfamarkaði í lok dags.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,55% og endaði hún í 955,54 stigum í heildarviðskiptum upp á tæpar 87,8 milljónir króna.