Hlutabréf í framleiðanda Tiger bjórsins hækkuðu um 17% í kjölfarið á því að Heineken gerði tilboð í alla hluti fyrirtækisins. Félagið, Asia Pacific Breweries (APB), er skráð á markað í Singapore og hækkuðu bréfin um 17%, upp í 49 Singapore dollara á hlut eftir að tilboð Heineken var opinberað. Heineken bauðst til að kaupa eignarhluti fyrirtækisins Fraser and Neave. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

APB er eitt stærsta fyrirtæki á sviði drykkjarvöruframleiðslu í Asíu en Heineken hefur sýnt áhuga á að ná stærri hlutdeild á sístækkandi asíumarkaðnum. ThaiBev, stærsti bjórframleiðandi Thælands hefur einnig boðist til að kaupa hluti í APB og einum eiganda þess, FRaser and Neave.

Stjórn APB hefur þangað til á föstudaginn til að samþykkja tilboðið frá Heineken.