*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Erlent 25. september 2015 11:12

Hlutabréf BMW og Daimler rétta úr kútnum

Hlutabréf BMW lækkuðu um tæp 7% í gær vegna frétta um að einn bíll þeirra mengaði meira en reglur leyfa.

Ritstjórn

Hlutabréf BMW hafa hækkað um 3,9% í morgun eftir miklar lækkanir í gær.

Þá lækkuðu bréfin um tæp 7% vegna fréttar Auto Bild um að díselbíllinn BMW X3 xDrive 20d mengi 11 sinnum meira af köfnunarefnisoxíð heldur en reglur Evrópusambandsins leyfa.

BMW neitar að hafa átt nokkuð við menunarmælingar, eins og Volkswagen hefur viðurkennt að hafa gert.

Hlutabréf Daimler, framleiðanda Mercedes-Benz, lækkuðu einnig verulega í gær, eða um 4,5%. í dag hafa þau hækkað um 3,4%.

Stikkorð: BMW Mercedes-Benz