Olíufyrirtækið Desire Petroleum tilkynnti í dag að olíuleit þeirra á Falklandseyjum hafi ekki borið árangur, líkt og félagið tilkynnti um í síðustu viku. Kom á daginn að við boranir fannst vatn en ekki olía.

Hlutabréf í félaginu hafa hríðfallið í dag og nemur lækkunin 42%, að því er kemur fram á vef Guardian.