Hlutabréfamarkaðir erlendis lækkuðu víðast hvar í dag - hvort sem um er að ræða Asíu, Evrópu eða Bandaríkin - með fáeinum undantekningum þó.

Í Asíu lækkaði Nikkei vísitalan um 0,71% og TOPIX um 0,67%. Hang Seng í Kína lækkaði þá um 0,13%.

Í Evrópu er sambærilega sögu að segja - þar lækkaði Euro Stoxx 50 um 1,29% og FTSE 100 um 0,46%. DAX í Þýskalandi hækkaði þá um 0,81%.

Í Bandaríkjunum hefur Dow Jones lækkað um 0,6% og S&P 500 um 0,11%. Þá hefur þó NASDAQ hækkað um 0,03% en mörkuðum hefur ekki enn verið lokað.

Verð hráolíu hefur farið hækkandi í dag, en Brent hefur hækkað um 1,10% og West Texas um 0,63%.