Hlutabréf í evrópskum bönkum hafa haldið áfram að hrynja í verði í morgun en þau lækkuðu mikið á föstudag.

Í Þýskalandi hafa hlutabréf  Deutsche Bank lækkað um 8,51% en lækkuð um 7,09% á föstudag.  Commerzbank hefur lækkað um 7,66% en lækkaði um 5,28% á föstudag.

í Frakklandi lækkaði Societe Generale um 10,6% á föstudag og hefur lækkað um 8,48% það sem af er morgni. Credit Agricole hefur lækkað um 9,37% í dag en lækkaði um 7,77% á föstudag.

Á Spáni lækkaði Banco Santander um 5,62% á föstudag en hefur lækkað um 7,85% í dag.

Á Ítalíu lækkuðu hlutabréf UniCredit um rúm 8% á föstudag og hafa lækkað um 5,19% í dag. 

Hlutabréfamarkaður
Hlutabréfamarkaður
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)