Hlutabréf samskiptasíðunnar Facebook hækkuðu í dag um 5,26% og endaði gengi félagsins í 30,59.

Síðustu þrjá mánuði hefur gengið hækkað mikið, eða um rúm 43%, eftir að hafa hrunið í kjölfar útboðsfélagsins.

Þeir sem tóku þátt í útboðinu, á genginu 38, hafa tapað 24% af eign sinni. Útboðið var haldið í maí á síðasta ári.