Hlutabréf í kauphöllum í Asíu og Evrópu héldu áfram að lækka í morgun í kjölfar þess að Dow Jones-vísitalan í Bandaríkjunum féll um tæp tvö prósent í gær.

Hlutabréfavísitölur í Japan, Hong Kong, Malasíu, Indlandi og Ástralíu féllu um meira en tvö prósent á meðan vísitölur í Singapúr og Filippseyjum féllu um meira en þrjú prósent. Markaðir í Evrópu lækkuðu við upphaf viðskipta í morgun. FTSE-100 vísitalan í London féll um 1,7 prósent stuttu eftir opnun, DAX-vísitalan í Þýskalandi féll um 1,8 prósent á meðan CAC 40-vísitalan í Frakklandi fór niður um 1,7%.

Lækkanir í Bandaríkjunum má rekja til vaxandi áhyggna yfir fasteignarmarkaðnum þar í landi en fréttir um vaxandi vandræði fólks með slæmt lánshæfismat að borga af húsnæðislánum sínum. Auk þess bárust fréttir af samdrætti í almennri neyslu.

Margir sérfræðingar telja þó að um almenna leiðréttingu sé að ræða eftir hækkunarhrinu frekar en merki um viðvarandi niðursveifla. Þrátt fyrir neikvæðar tölur frá Bandaríkjunum benda þeir að undirliggjandi styrkur er til staðar í hagkerfinu. Hinsvegar er bent á að vaxandi vandræði fólks á húsnæðismarkaði kunni að draga úr neyslu í hagkerfinu.