DJ Asia-Pacific hlutabréfavísitalan féll um 2,6% í dag og lækkun varð á öllum helstu mörkuðum Asíu og Eyjaálfu, sem er óvenjulegt. Í fyrstu viðskiptum í Evrópu hefur Euronext 100 lækkað um 1,2%.

Nikkei í Japan lækkaði um 1,4%, úrvalsvísitalan í Sjanghæ um 2,9% og Hang Seng í Hong Kong um 3,8%.

Olíuverð fór undir 37 dali tunnan þrátt fyrir að dalurinn styrktist gagnvart jeni, að sögn SCMP.

Að sögn MarketWatch mun stefnunefnd japanska seðlabankans hittast í vikunni og hún mun vera undir þrýstingi að sýna hugmyndaauðgi til að leysa versnandi efnahagsástand landsins eftir nýlegar tölur sem sýna að samdráttur hefur ekki verið meiri frá árinu 1974. Stýrivextir í Japan eru nú 0,1%.