MSCI Asia Pacific vísitalan lækkaði um 3,3% í dag og stóð í 145,7 stigum rétt fyrir lokun í Tókýó. Það er lægsta lokunargildi síðan 22. ágúst. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 3,4% og hefur ekki verið lægri síðan í október 2005. Um er að ræða verstu ársbyrjun síðan Bloomberg hóf að taka saman markaðsgögn 6. janúar 1970.

Bréf 10 fyrirtækjum lækkuðu í verði fyrir hvert bréf sem hækkaði. Mestu lækkanir urðu á gengi fjármálafyrirtækja, en Bloomberg-fréttaveitan rekur rætur lækkunarinnar til óvæntrar lækkunar á smásölu í Bandaríkjunum. Segir í frétt fréttastofunnar að fjárfestar í Asíu hafi nú vaxandi áhyggjur af því að samdráttur sé í aðsigi í efnahagslífi þessa stærsta hagkerfis heims, sem er mikilvægasti útflutningsmarkaður asískra fyrirtækja.