Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum enduðu rauðlitir í dag og náðu sínu lægsta gildi síðan 2006, að því er kemur fram hjá Bloomberg. Mest féllu bréf í fjármálafyrirtækjum, en væntingar um ofmetnar hagnaðarspár samhliða vísbendinga um hægari gang efnahagslífsins höfðu sitt að segja.

Standard og Poor's 500 vísitalan lækkaði um 1,6% og hefur nú lækkað um 19% frá 9. október þegar hún náði sínu hæsta gildi. Dow Jones lækkaði um 1,3% og Nasdaq lækkaði um 2%. Skuldatryggjandinn Ambac féll allra félaga mest í S&P-vísitölunni, eða um 23%.

Fannie Mae og Freddie Mac, stærstu húsnæðislánveitendur í Bandaríkjunum lækkuðu hvort um 11%. Bear Sterns, fyrsta skráða félagið sem tilkynnti um afskriftar á undirmálslánum, náði sínum mestu lægðum síðan árið 1987 eftir orðrómur fór á kreik þess efnis að félagið ætti í fjármögnunarerfiðleikum.

Olíuverð náði nýjum hæðum og fór í 108 dollara á tunnu á tímabili, en stóð í 107.9 dollurum við lokun markaða.