*

þriðjudagur, 28. september 2021
Erlent 19. október 2018 11:38

Hlutabréf Ford ekki lægri frá hruni

Hlutabréf bandaríska bílaframleiðandans Ford hafa fallið um þriðjung það sem af er ári.

Ritstjórn
Jim Hackett, framkvæmdastjóri Ford.
epa

Jim Hackett, framkvæmdastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford, leitast nú við að endurvinna traust fjárfesta, en hlutabréf félagsins hafa lækkað um þriðjung frá áramótum og tæp 9% frá mánaðarmótum, og hafa ekki verið lægri í tæp 9 ár. Reuters segir frá.

Fjórðungsuppgjör félagsins kemur út á næstu dögum, en búist er við að það muni sýna samdrátt hagnaðar í samanburði við fyrra ár.

Hackett og aðrir háttsettir yfirmenn innan fyrirtækisins hafa fundað bak við luktar dyr með fulltrúum umboða bílanna um land allt. Þar hafa þeir meðal annars sýnt áætlaðar framtíðarútgáfur vinsælla tegunda bíla.

Einn þessara fulltrúa, Jim Seavitt, sem á umboð í Michiganfylki, sagði að sér liði betur eftir að hafa séð vöruna. Fulltrúarnir voru þó sammála um að mikilvægasti það mikilvægasta við fundarhöldin, sem áttu sér stað í Las Vegas, væri að Hackett legði á borð langtímasýn sína fyrir fyrirtækið, og hvernig umboðsaðilarnir pössuðu inn í þá sýn.

Stikkorð: Ford Jim Hackett