Uppi eru hugmyndir um að selja 20% hlut í DP World Ltd. hafnarfyrirtækis í eigu Dubai-borgar í Sádi-Arabíu. DP World á hlut í og rekur hafnir víða um heim, m.a. í Bretlandi og Kína. Einnig eru áform um að auka stofnfé fyrirtækisins um 3.5 miljarða Bandaríkjadala eða 210 milljarða íslenskra króna og laða þannig að alþjóðlega fjárfesta. Hlutabréfasalan, sem verður öllum opin, er sú stærsta sem farið hefur fram í Mið Austurlöndum og með henni er ætlunin að festa Dubai í sessi sem miðstöð fjármála í þeim heimshluta.