Hlutabréf í Bandaríkjunum tóku sína mestu dýfu í sjö daga í kjölfar þess að fyrstu afkomutölur fyrir fyrsta fjórðung ollu fjárfestum vonbrigðum. Einnig heyrðust neikvæð tíðindi frá Seðlabankanum, sem varaði við að samdráttur hagkerfinu gæti reynst langvinnur. Standard & Poor's 500-vísitalan lækkaði um hálft prósent, Dow Jones um 0,3% og Nasdaq um 0,7%. Samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg lækkuðu þrjú hlutabréf fyrir hvert eitt sem hækkaði í kauphöllinni í New York.

Washington Mutual leiddi lækkun fjármálafyrirtækja sem er hin mesta í mánuð. Sjóðurinn tilkynnti að arðgreiðslur yrðu minnkaðar um 93% í kjölfar taps upp á 1,1 milljarð dollara.

Í úttekt Bloomberg á væntingum greiningaraðila fyrir uppgjör fyrsta fjórðungs má ætla að afkoma versni að meðaltali um 11,3%.

Olíutunnan lækkaði um 0,75% í verði og kostaði 106,34 dollara við lokun markaða.