Hlutabréf hafa hækkað talsvert á erlendum hlutabréfmörkuðum í dag. Dow Jones vísitalan hefur hækkað um hálft prósentustig það sem af er viðskiptadeginum og S&P vísitalan um tæpt prósentustig. FTSE vísitalan breska hefur þá einnig hækkað.

Mögulegt er að hækkunin stafi af ákvörðun nokkurra stórra olíuframleiðsluríkja - Sádí-Arabíu, Rússlands, Katar og Venesúela - hafi ákveðið að stemma stigu við olíuframleiðslu ef Íran og Írak gera slíkt hið sama.

Verðhrunhráolíunnar hefur haft neikvæð áhrif á hlutabréfamarkaði erlendis í dágóða stund núna, og margir þeirra eru flokkaðir til bjarnarmarkaða - meðal annars FTSE og Euro Stoxx 600 vísitölurnar eru eyrnamerktar sem fallandi.