Hlutabréf í Grikklandi hafa tekið kipp frá opnun markaða í morgun. Ástæðuna má rekja til aðgerða evrópska seðlabankans, sem hyggst verja 1.200 milljörðum króna í skuldabréfakaup á þessu ári og því næsta. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Aþenu hækkað um 5,44% það sem af er degi.

Aðgerðum Seðlabanka Evrópu er ætlað að örva evrópskan efnahag í þeim tilgangi að koma hagkerfinu aftur á skrið. Mun bankinn þannig ræsa peningaprentvélarnar til þess að fjármagna skuldabréfakaupin. Á þetta að leiða til lægri vaxta sem munu leiða til þess að fyrirtæki og einstaklingar sæki sér meira lánsfé. Það muni svo leiða til aukinnar einkaneyslu og nýrra starfa á svæðinu.