Japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 1% eftir að viðskipti hófust með hlutabréf aftur eftir jólahátíðina. Fylgdi þróunin mörkuðum í Bandaríkjunum þegar þeir lokuðu á föstudaginn og væntingum um aukinn útflutning í kjölfar frétta af batnandi efnahag Bandaríkjanna.

Japanskir greiningaraðilar spá því að jenið muni væntanlega veikjast gagnvart Bandaríkjadollar á næsta ári sem muni koma sér vel fyrir útflutningsfyrirtækin. Það stafi af því að væntingar séu um  að íbúðamarkaðurinn í Bandaríkjunum nái jafnvægi og jafnvel fara að rísa á ný.