Hlutbréfavísitalan hækkaði um 0,35% í viðskiptum Kauphallarinnar í dag. Veltan nam um 1,5 milljarði króna og hækkuðu verð hlutabréfa Ariona mest eða um 2,2% í 180 milljón króna viðskiptum. Icelandair hækkaði um 1,8% en velta með bréf félagsins nam rúmum 90 milljónum króna yfir daginn. Mest viðskipti voru með bréf Marels eða fyrir 514 milljónir og hækkuðu bréfin um 0,75%.

Hlutabréf Granda lækkuðu mest eða um tæp 2,8% og þá hlutabréf í Högum sem lækkuðu um 1,7%. Töluverð viðskipti voru með bréf Eimskips eða fyrir 213 milljónir króna en bréfin lækkuðu um 1,6% í viðskiptunum.