Hlutabréfavísitölur í Kína hækkuðu í viðskiptum dagsins eftir að Seðlabanki Kína tilkynnti stýrivaxtalækkun í lok síðustu viku. BBC News greinir frá.

Seðlabankinn tilkynnti síðasta föstudag að útlánavextir viðskiptabanka yrðu lækkaðir úr 5,6% í 5,35%. Þá voru innlánavextir lækkaðir úr 2,75% í 2,5%. Þetta er í annað skipti á fjórum mánuðum sem bankinn lækkar vextina, en með aðgerðunum reynir hann að bregðast við samdrætti í hagvexti landsins.

Í viðskiptum dagsins hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,26%. Þá hækkaði SSE Composite vísitala í Shanghai um 0,78%.