Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa hækkað í dag í kjölfar opnunar markaða þar í landi fyrir tveimur og hálfum klukkutíma síðan.

Nasdaq vísitalan hefur hækkað um 40,55 punkta eða 0,80% og hefur hún nú náð 5229,81 stigum. S&P 500 vísitalan hefur hækkað um 0,86% og 18,41 stig og er hún nú 2153,03 stigum.

Á tímabili hafði hún hækkað um nálega 1% og verið nálægt því sem vísitalan var í snemma í október.

Í fyrstu hafði sigur Trump þau áhrif að afleiðusamningar um bandarísk hlutabréf lækkuðu í virði og Bandaríkjadollar veiktist og fjárfestar flúðu í öruggt skjól í gulli og japönskum jenum.

En í kjölfar sigurræðu Trump þá náði dalurinn sér á ný, gullið missti hluta af hagnaði sínum og gengi hlutabréfa hækkaði á ný.

Þegar markaðir í Bandaríkjunum loksins opnuðu höfðu alþjóðlegir markaðir róast á ný og hlutabréfavísitölur sem höfðu skiptst á milli þess að sýna smávægilega lækkun og hækkun náðu sér á strik fram undir miðjan viðskiptadag.