Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað nokkuð í morgun. Helstu vísitölur hafa hækkað um allt að 1%. Kemur hækkunin í kjölfar hækkana á Wall Street í gær.

Bloomberg fréttaveitan skýrir hækkunina á Wall Street með því að vaxandi trú sé meðal fjárfesta að Seðlabanki Bandaríkjanna grípi inní bandarískt efnahagslíf með innspýtingu.

Í ljósri dökks útlit í efnahags heimsins telja margir markaðsaðilar fullvíst að seðlabankinn muni reyna að örva efnahagslíf Bandaríkjanna með einhverjum hætti.

Seðlabanki Bandaríkjanna
Seðlabanki Bandaríkjanna
© AFP (AFP)