*

sunnudagur, 16. júní 2019
Erlent 11. júní 2019 08:31

Hlutabréf hækkuðu á helstu mörkuðum

Markaðir í Asíu hækkuðu í morgun leidd af hækkun kínveskra hlutabréfa vegn slökunar á fjármálareglum til að örva hagkerfið.

Ritstjórn
epa

Hlutabréf hækkuðu á helstu mörkuðum í gær, ávöxtunarkrafa 10 ára BNA ríkisskuldabréfa hækkaði og aðrir markaðir tóku vel í fréttir um að hætt væri við að setja álögur á innflutning frá Mexíkó. Þeta kemur fram í greiningu frá greiningarfyrirtækinu IFS. Alþjóðlega vísitala MSCI hækkaði um 0,8% í gær og Nasdaq hækkaði um 1,73%.

Fjárfestar vonast nú til þess að einhver svipaður samningur náist í deilunnin við Kína og horfa þá sérstaklega til komandi G20 fundar síðar í mánuðinum þar sem forsetan ríkjanna munu væntanlega hittast.

Markaðir í Asíu hækkuðu í morgun leidd af hækkun kínveskra hlutabréfa vegn slökunar á fjármálareglum til að örva hagkerfið. Evrópa opnar sterk í morgun leidd af hækkunum í Þýskalandi. Mexikó peso hækkaði um 2,32% gagnvart dollar. Olíuverð hækkar með fjármálamarkaðnum og minni framleiðslu. Brent er upp um 0,4%.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is