Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í dag.  Hækkun dagsins var rakin til aukinna væntinga um sterkari efnahag landsins.

Einnig hækkuðu tæknifyrirtæki vegna ákvörðunar Intel örgjörvaframleiðandans að kaupa til baka hluta af útistandandi hlutabréfum.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 0,79%, Nasdaq hækkaði um 0,95% og S&P 500 hækkaði um 0,46%.