Fyrirtæki og félög eru sem óðast að innleiða rafræna skráningu hlutabréfa í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Um leið ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félögunum í samræmi við heimild í lögum. Meðal félaga sem kynnt hafa slíka aðgerð er Hagar hf. sem eru nú undir stjórn Arion banka.  Þar tekur rafræn skráning gildi miðvikudaginn 23. júní n.k. kl. 9.00 árdegis. Um leið falla útgefin prentuð hlutabréf úr gildi. Hefur innköllun athugasemda þegar verið auglýst í Lögbirtingarblaði til að taka af allan vafa um að eignarhald sé réttilega fært í hlutaskrá Haga hf.