Hlutabréf héldu áfram að lækka í Asíu í dag og lækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 1,3%. Þetta er í níunda skipti á 10 dögum sem vísitalan lækkað að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1,3% og hefr nú lækkað um 8,1% á 10 dögum sem hefur að sögn Bloomberg ekki gerst frá árinu 1965 eða þegar Víetnam stríðið var að ná brjótast út í frekari átök. Þá var mikill samdráttur í Japan og seðlabankinn þar í landi þurfi að bjarga nokkrum fjármálafyrirtækjum frá gjaldþroti.

Í Hong Kong lækkað Hang Seng vísitalan um 1,8%, í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 0,9% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 0,1%.

Þá lækkaði S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 0,9%.